Nýr Tækniskóli

Við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði

Forval fyrir hönnun - Niðurstaða fyrir lokað útboð

16. apríl 2025

Þann 20. janúar sl. auglýsti EFLA fyrir hönd Skólastrætis Tækniskólans ehf. eftir umsóknum um þátttökurétt í lokuðu útboði á hönnun nýs húsnæðis Tækniskólans við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði. Í umsókn átti umsækjandi að gera grein fyrir hæfi og skila inn ítarlegum upplýsingum um starfsréttindi, hæfi lykilstarfsmanna sinna og upplýsingum um fjárhagslegt hæfi. Umsóknarferli fyrir þátttöku í forvali lauk þann 14. mars 2025 og bárust 9 umsóknir..

Niðurstaða

Í forvalsgögnum eru settar fram ófrávíkjanlegar lágmarks hæfiskröfur til umsækjanda. EFLA fyrir hönd verkkaupa fór yfir umsóknir ásamt áskildum fylgiskjölum. Niðurstaða yfirferðar er að fimm umsækjendur teljast hæfir í samræmi við lágmarkskröfur forvalsgagna. Þar sem fimm umsækjendur uppfylla skilyrðin er ekki þörf að taka umsóknir til faglegs mats umfram lágmarkskröfur.

Eftir yfirferð umsókna hafa eftirfarandi umsækjendur öðlast þáttökurétt í lokuðu útboði vegnafullnaðarhönnunar nýs húsnæðis Tækniskólans við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði:

Kt. 531107-0550, ARKÍS arkitektar ehf.
Kt. 430572-0169, COWI Ísland ehf.
Kt. 470498-2699, Hornsteinar arkitektar ehf.
Kt. 611276-0289, Verkís hf.
Kt. 681272-0979,VSÓ Ráðgjöf ehf.

Skólastræti Tækniskólans ehf. þakkar öllum umsækjendum fyrir þátttökuna.

Forval fyrir hönnun - Opnunarskýrsla

14. mars 2025

Þann 20. janúar sl. auglýsti Elfa fyrir hönd SkólastrætisTækniskólans ehf. eftir umsóknum um þátttökurétt í lokuðuútboði á hönnun nýs húsnæðis Tækniskólans við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði. Í dag voru opnaðar þátttökutilkynningar í ofangreindu forvali. 

Þátttökubeiðnir bárust frá eftirtöldum aðilum:
Kt. 531107-0550, ARKÍS arkitektar ehf.
Kt. 690906-1390, Batteríið Arkitektar
Kt. 681272-0979, VSÓ Ráðgjöf ehf.
Kt. 430572-0169, COWI
Kt. 611276-0289, Verkís hf.
Kt. 500191-1049, Nordic office of architecture
Kt. 430920-0300, Teknik
Kt. 470498-2699, Hornsteinar arkitektar
Kt. 710796-2899/640823-0540, VSB Verkfræðistofa/Brokkr Studio 

Opnunarskýrsla felur ekki í sér niðurstöðu forvals. Í opnunarskýrslu eru einungis birt nöfn umsækjenda en endanlegt val getur ráðist af fleiri valforsendum skv. útboðsgögnum. Framsetning opnunarskýrslu er með fyrirvara um hugsanlegar villur og að ekki er búið að meta gildi þátttökutilkynninga. Opnunarskýrsla þessi inniheldur ekki upplýsingar um samsetningu teyma. Komi í ljós að upplýsingar í opnunarskýrslu eru ekki réttar miðað við leiðbeiningar, verður leiðrétt opnunarskýrsla birt eins fljótt og unnt er. 

Skólastræti Tækniskólans ehf. þakkar fyrir þátttökuna

Forval fyrir hönnun

EFLA, fyrir hönd Skólastræti Tækniskólans ehf. auglýsir eftir umsóknum um þátttökurétt í lokuðu útboði á hönnun nýs húsnæðis Tækniskólans við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði. Um er að ræða fullnaðar hönnun á 30.000 m2 skólabyggingu; arkitekta-, verkfræði- og lóðarhönnun. 

Starfsemi Tækniskólans er nú dreifð á níu mismunandi byggingar víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Með byggingu nýs Tækniskóla er ætlunin að sameina alla starfsemi skólans á einum stað, í framúrskarandi og nútímalegu húsnæði, sem ætlað er að efla iðn-, starfs- og tækninám á Íslandi enn frekar.

Útboðsgögn verða afhent í rafræna útboðskerfinu Ajour  frá og með mánudeginum 20. janúar 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 föstudaginn 14. mars 2025.

Hér má sjá slóð á útboðsvefinn.

Vanti þig aðstoð með að búa til aðgang eða notkun á Ajour útboðskerfinu má setja sig í samband við EFLU afgreidsla@efla.is 

Umsjónaraðilar útboðs eru Hildur Freysdóttir og Júlíus Karlsson. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Skólastræti Tækniskólans ehf. boðar til kynningarfundar um forval vegna hönnunar nýs Tækniskóla við Flensborgarhöfn sem auglýst var 20. janúar. Kynningarfundurinn verður haldinn 12. febrúar kl. 15:00 hjá Golfklúbbnum Keili að Steinholti 1, Hafnarfirði.

Vinsamlegast skráið ykkur á fundinn í gegnum skráningarform.

Boðið verður upp á léttar veitingar. Fundinum er streymt til þeirra sem þess óska í skráningu.

„Til þess að vera samkeppnishæf, þá þurfum við vel menntað fólk, við þurfum fólk sem er hæft í störf framtíðarinnar. Það felast gríðarleg verðmæti í iðngreinunum okkar sem kallar á fjölbreytta flóru náms fyrir fjölbreytta einstaklinga og fjölbreytt atvinnulíf og samfélag. Þess vegna er mjög gleðilegt að nýlega náðist samkomulag um framtíð og uppbyggingu Tækniskólans, en sá áfangi er náttúrulega bara byrjun.“

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra

Frá Iðnþingi Samtaka iðnaðarins þann 6. mars 2025.
Tilvitnun hefst á mínútu 12:53 í ávarpi Kristrúnar.

Hafðu samband

Endilega hafið samband með því að fylla út fyrirspurnarformið og við svörum við fyrsta tækifæri.

Takk fyrir að hafa samband

Ef erindið er áríðandi þá er velkomið að hringja í 664 1100 eða senda ítrekun á gudmundur@nyrtskoli.is
Villa!