Spurt & svarað

Hvenær eru verklok áætluð?
Expand section

Áætlað er að verkið taki fimm ár og að verklok verði árið 2030.

Hefur sameining náms á einn stað í Hafnarfirði áhrif á núverandi nemendur?
Expand section

Gert er ráð fyrir að nýtt húsnæði verði tekið í notkun á árinu 2030. Flutningur í nýtt húsnæði mun því hafa  áhrif á nemendur sem innritast í skólann á árum sem liggja nálægt þeim tíma. Ekki er þó hægt að útlista nánar á þessum tíma hvaða áhrifa eða hvenær nákvæmlega nemendur verða fyrir áhrifum flutninga.

Mun framboð náms breytast?
Expand section

Tækniskólinn gerir ráð fyrir að bjóða upp á allt það nám sem nú fer fram áfram. Sameining alls náms undir einu þaki er þó til þess fallið að bjóða upp á enn fjölbreyttari námsleiðir og samsetningu náms.

Hvar er Flensborgarhöfn?
Expand section

Flensborgarhöfn er aðalhöfnin í Hafnarfirði. Þar er gert ráð fyrir mikilli uppbyggingu á næstu árum í blandaðri byggð. Sjá nánar á síðu Hafnarfjarðarbæjar. Skólinn mun rísa við hlið Hafrannsóknarstofnunar, yfir Cuxhavengötu og ná alveg vestur að Lónsbraut.

Er búið að hanna bygginguna?
Expand section

Nei, aðeins er búið að frumhanna og byggir allt myndefni á síðunni á þeirri hönnun. Meðan unnið var að því samkomulagi sem undirritað var í júní 2024 var tíminn nýttur til frumhönnunar byggingarinnar í samstarfi við verkfræðistofuna Eflu og Abels & partners sem hefur mikla reynslu af hönnun sambærilegra bygginga. Unnin hefur verið þarfagreining í samvinnu við starfsfólk skólans og grunnurinn lagður að þeirri hugmyndafræði og því skipulagi rýma sem forsvarsmenn skólans leggja áherslu á. Þessi grunnur mun tvímælalaust nýtast vel inn í hönnun skólans enda eru með honum lagðar mikilvægar línur.

Hvernig verður fyrirkomulag hönnunar og framkvæmdar?
Expand section

Í mars 2025 lauk forvali fyrir hönnun og voru 5 hönnunarteymi sem fengu aðgang í lokað útboð á fullnaðarhönnun skólans. Áætlað er að tillögum verði skilað í október og búið verði að velja og semja við endanlega aðila undir lok ársins 2025.