Skólastræti Tækniskólans ehf. starfar til almannaheilla, stendur fyrir nýbyggingu og rekstri fasteigna Tækniskólans.
Skólastræti Tækniskólans ehf. var stofnað í 10. september 2024. Tilgangur félagsins er bygging, rekstur og eignarhald fasteigna utan um starfsemi Tækniskólans, skóla atvinnulífsins og tengdur rekstur í samræmi við samkomulag milli ríkisins, Hafnarfjarðarbæjar og Tækniskólans.
Formaður stjórnar Skólastrætis Tækniskólans er Egill Jónsson stjórnarformaður Tækniskólans.
Stjórn Skólastrætis réð Guðmund Örn Óskarsson í starf framkvæmdastjóra félagsins.
Guðmundur Örn er með meistaragráðu í iðnaðar- og rekstrarverkfræði frá Álaborgarháskóla og á að baki fjölbreyttan starfsferil sem stjórnandi í atvinnulífinu. Hann hefur sinnt ráðgjafastörfum síðastliðið ár en leiddi rekstrarsvið Controlant í gegnum gríðarlegan vöxt á tímum heimsfaraldurs. Þá gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra upplýsingatæknisviðs hjá Alvogen/Alvotech samstæðunni í 7 ár og þar áður 10 ár hjá Össuri/Emblu.
Nánari upplýsingar um ráðningu framkvæmdastjóra má sjá á vefsíðu Tækniskólans.