18. nóvember 2024
1. gr.
Félagið er einkahlutafélag. Heiti félagsins er Skólastræti Tækniskólans ehf.
2. gr.
Tilgangur félagsins er bygging, rekstur og eignarhald fasteigna utan um starfsemi Tækniskólans – skóla atvinnulífsins og tengdur rekstur, í samræmi við samkomulag milli ríkisins, Hafnarfjarðarbæjar og Tækniskólans ehf., dags. 27. júní 2024 (hér eftir nefnt „samkomulagið“).
3. gr.
Hlutafé félagsins er kr. 500.000 og skiptist það í jafn marga hluti sem hver er að fjárhæð ein króna.Félagið er einkahlutafélag. Heiti félagsins er Skólastræti Tækniskólans ehf.
4. gr.
4.1 Hluthafafundur getur samþykkt aukningu hlutafjár í félaginu hvort heldur með áskrift nýrra hluta eða útgáfu jöfnunarhluta.
4.2 Hluthafar skulu hafa forgangsrétt á aukningu á hlutum í hlutfalli við skráða hlutafjáreign sína. Heimilt er að víkja frá ákvæði þessu, sbr. 3. mgr. 24. gr. laganr. 138/1994 um einkahlutafélög.
5. gr.
Stjórn félagsins skal halda hlutaskrá samkvæmt IV. kafla laga um einkahlutafélög.
6. gr.
6.1 Eigendaskipti að hlutum í félaginu taka ekki gildi gagnvart því fyrr en stjórn þess hefur verið tilkynnt um það skriflega eða að þau hafi verið færð í gerðabók, verði hluthafi í félaginu aðeins einn.
6.2 Ef einkahlutafélag, sem er skráð í eigu fleiri en eins aðila, kemst á hendi eins aðila, skal tilkynna fyrirtækjaskrá um það.
7. gr.
Félagið má eigi veita lán út á hluti í félaginu. Félaginu er heimilt að kaupa eigin hluti að því marki sem lög leyfa. Óheimilt er að neyta atkvæðisréttar fyrir þá hluti sem félagið á sjálft.2
8. gr.
Hluthafar bera ekki ábyrgð á skuldbindingum félagsins umfram hlut sinn í félaginu.Engin sérréttindi fylgja hlutum í félaginu.
9. gr.
Hluthafafundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins samkvæmt því sem lög og samþykktir þess ákveða.
10. gr.
10.1 Félagsstjórn skal boða til hluthafafundar með tilkynningu til hvers hluthafabréflega eða með tölvupósti.
10.2 Boða skal til hluthafafundar lengst fjórum vikum fyrir fund en skemmst sjö dögumfyrir fund.
10.3 Hluthafafundi skal halda eftir ákvörðun stjórnar eða að kröfu kjörinna endurskoðenda eða hluthafa sem ráða að minnsta kosti einum tuttugasta hlut hlutafjár í félaginu. Kröfu um hluthafafund skal gera skriflega og greina fundarefni. Ber stjórninni þá að boða til fundar innan fjórtán daga frá því að krafa um fund er gerð. Ef stjórn félagsins skirrist við að boða fund þrátt fyrir móttöku slíkrar kröfu má leita atbeina ráðherra við boðun fundarins.
10.4 Hluthafafundur er lögmætur ef hann er löglega boðaður og mætt er fyrir hönd a.m.k. eins hluthafa.
10.5 Hluthafafundum stjórnar fundarstjóri sem fundurinn kýs og tilnefnir hann fundarritara með samþykki fundarins. Fundarstjóri skal leysa úr öllum atriðum sem snerta lögmæti fundarins og framkvæmd hans samkvæmt samþykktum þessum og lögum. Jafnframt ákveður hann form umræðna, meðferð málefna á fundinum og atkvæðagreiðslur.
10.6 Félagsstjórn er heimilt að ákveða notkun rafrænna miðla í tengslum við þátttöku hluthafa í hluthafafundum og atkvæðagreiðslu samkvæmt 55. gr. a. laga um einkahlutafélög.
10.7 Sé aðeins einn hluthafi í félaginu tekur hann afstöðu til mála sem almennt er fjallað um á hluthafafundum og skráir ákvarðanir sínar í gerðabók félagsins.
11. gr.
11.1 Eitt atkvæði fylgir hverjum hlut í félaginu.
11.2 Hluthafar geta með skriflegu umboði veitt umboðsmönnum heimild til að sækja hluthafafund og fara með atkvæðisrétt sinn. Umboð má veita skriflega eða rafrænt og skal það dagsett. Umboð gildir aldrei lengur en eitt ár frá dagsetningu þess. Umboð verða ekki afturkölluð svo gilt sé gagnvart félaginu eftir að þeim hefur verið framvísað við afhendingu fundargagna eða eftir setningu hluthafafundar, hvort heldur sem fyrr er.
11.3 Á hluthafafundi ræður afl atkvæða nema öðruvísi sé fyrir mælt í landslögum eða samþykktum þessum.
11.4 Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins má ekki taka til meðferðar á fundum þess nema þess hafi verið getið í fundarboði.
12. gr.
12.1 Aðalfundur skal haldinn fyrir lok ágústmánaðar ár hvert.
12.2 Á aðalfundum skulu tekin fyrir þessi mál:
1. Stjórn félagsins skal skýra frá rekstri þess á liðnu ári og hag þess í árslok.
2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár skal lagður fram til samþykktar ásamt ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins.
3. Ákvörðun um meðferð hagnaðar eða taps félagsins á liðnu starfsári.
4. Kosning í stjórn félagsins.
5. Ákvörðun um greiðslu stjórnarlauna.
6. Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfélags.
7. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu, ef við á, sbr. 54. gr. a laga um einkahlutafélög.
8. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.
12.3 Sé aðeins einn hluthafi í félaginu skal hann taka ákvarðanir samkvæmt ákvæðum laga um einkahlutafélög og skrá þær í gerðabók félagsins.
13. gr.Fundargerðarbók skal haldin og í hana skráð það sem gerist á hluthafafundum. Séaðeins einn hluthafi í félaginu skráir hann ákvarðanir sínar í gerðabók félagsins.
14. gr.
14.1 Stjórn félagsins skal skipuð fimm einstaklingum sem kosnir skulu á aðalfundi til eins árs í senn.
14.2 Stjórnin hefur æðsta vald í málefnum félagsins milli hluthafafunda.
14.3 Stjórnin kýs sér formann úr sínum hópi en að öðru leyti skiptir hún með sér verkum eins og þurfa þykir.
14.4 Formaður kveður stjórnina til fundur og stýrir þeim. Stjórnarfundi skal halda þegar formaður telur þess þörf. Fundi skal jafnframt halda ef einhver stjórnarmanna, framkvæmdastjóri eða endurskoðandi félagsins krefst þess.
14.5 Stjórnarmönnum er heimil þátttaka í stjórnarfundum með aðstoð rafrænna miðla.
14.6 Stjórnarfundur er ákvörðunarbær ef meirihluti stjórnarmanna tekur þátt í fundarstörfum. Mikilvæga ákvörðun má þó ekki taka án þess að allir stjórnarmenn hafi haft tök á að fjalla málið, sé þess kostur.
14.7 Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum. Tillögur falla á jöfnum atkvæðum.
14.8 Undirskrift meirihluta stjórnarmanna skuldbindur félagið.
14.9 Stjórnin veitir prókúruumboð.
14.10 Félagsstjórn starfar samkvæmt starfsreglum sem stjórnin setur á grundvelli laga um einkahlutafélög.
15. gr.
15.1 Stjórn félagsins ræður framkvæmdastjóra til félagsins og ákveður starfskjör hans.
15.2 Framkvæmdastjóri annast daglegan rekstur félagsins og skal í þeim efnum fara eftir þeirri stefnu og fyrirmælum sem félagsstjórn hefur gefið. Hinn daglegi rekstur tekur ekki til ráðstafana sem eru óvenjulegar eða mikilsháttar. Slíkar ráðstafanir getur framkvæmdastjóri aðeins gert samkvæmt sérstakri heimild frá félagsstjórn, nema ekki sé unnt að bíða ákvörðunar félagsstjórnar án verulegs óhagræðis fyrir starfsemi félagsins. Í slíkum tilvikum skal félagsstjórn tafarlaust tilkynnt um ráðstöfunina.
15.3 Framkvæmdastjóri skal sjá um að bókhald félagsins sé fært í samræmi við lög og venjur og að meðferð eigna félagsins sé með tryggilegum hætti.Framkvæmdastjóri skal sjá um ráðningu starfsliðs. Framkvæmdastjóra ber að veita stjórnarmönnum og endurskoðendum allar upplýsingar um rekstur félagsins, sem þeir kunna að óska og veita ber samkvæmt lögum.
16. gr.
16.1 Á aðalfundi félagsins skal kjósa félaginu einn endurskoðanda eða endurskoðunarfélags til eins árs í senn til að endurskoða ársreikning félagsins. Endurskoðanda má ekki kjósa úr hópi stjórnarmanna eða starfsmanna félagsins.
16.2 Reikningsár félagsins er almanaksárið. Stjórn félagsins ræður framkvæmdastjóra til félagsins og ákveður starfskjör hans.
17. gr.
17.1 Arður skal ekki greiddur til hluthafa, heldur skal tekjum og hagnaði félagsinsaðeins ráðstafað til almannaheilla, þ.e. til eflingar starfsemi félagsins í samræmi við tilgang þess, sbr. þó grein 17.2. Félaginu er óheimilt að verja hagnaði, réttindum eða eignum til annarra verkefna en þeirra sem samrýmast tilgangi félagsins, enda liggi fyrir ákvörðun stjórnar um ráðstöfun hverju sinni.
17.2 Heimilt skal að úthluta fasteignum félagsins eða söluandvirði þeirra til ríkisins, Hafnarfjarðarbæjar og hluthafa félagsins, í samræmi við ákvæði samkomulagsins.
18. gr.
Þar sem ákvæði samþykkta þessara segja ekki til um hvernig með skuli farið skal hlíta ákvæðum laga um einkahlutafélög, svo og öðrum lagaákvæðum er við geta átt.
Breytingasaga skjals
1.0 Þannig samþykkt á stofnfundi þann 30. ágúst 2024.
2.0 Breytt með hluthafaákvörðun, dags. 18. nóvember 2024