Forval fyrir hönnun

10. janúar 2025

„Útsýni að innan af nýju skólalíkani í 3D eftir Harry Ables & Partners.

EFLA, fyrir hönd Skólastræti Tækniskólans ehf. auglýsir eftir umsóknum um þátttökurétt í lokuðu útboði á hönnun nýs húsnæðis Tækniskólans við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði. Um er að ræða fullnaðar hönnun á 30.000 m skólabyggingu; arkitekta-, verkfræði- og lóðarhönnun. 

Starfsemi Tækniskólans er nú dreifð á níu mismunandi byggingar víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Með byggingu nýs Tækniskóla er ætlunin að sameina alla starfsemi skólans á einum stað, í framúrskarandi og nútímalegu húsnæði, sem ætlað er að efla iðn-, starfs- og tækninám á Íslandi enn frekar.

Útboðsgögn verða afhent í rafræna útboðskerfinu Ajour  frá og með mánudeginum 20. janúar 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 föstudaginn 14. mars 2025.

Hér má sjá slóð á útboðsvefinn.

Vanti þig aðstoð með að búa til aðgang eða notkun á Ajour útboðskerfinu má setja sig í samband við EFLU afgreidsla@efla.is 

Umsjónaraðilar útboðs eru Hildur Freysdóttir og Júlíus Karlsson. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Skólastræti Tækniskólans ehf. boðar til kynningarfundar um forval vegna hönnunar nýs Tækniskóla við Flensborgarhöfn sem auglýst var 20. janúar. Kynningarfundurinn verður haldinn 12. febrúar kl. 15:00 hjá Golfklúbbnum Keili að Steinholti 1, Hafnarfirði.

Vinsamlegast skráið ykkur á fundinn í gegnum skráningarform.

Boðið verður upp á léttar veitingar. Fundinum er streymt til þeirra sem þess óska í skráningu.