16. apríl 2025
Þann 20. janúar sl. auglýsti EFLA fyrir hönd Skólastrætis Tækniskólans ehf. eftir umsóknum um þátttökurétt í lokuðu útboði á hönnun nýs húsnæðis Tækniskólans við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði. Í umsókn átti umsækjandi að gera grein fyrir hæfi og skila inn ítarlegum upplýsingum um starfsréttindi, hæfi lykilstarfsmanna sinna og upplýsingum um fjárhagslegt hæfi. Umsóknarferli fyrir þátttöku í forvali lauk þann 14. mars 2025 og bárust 9 umsóknir..
Í forvalsgögnum eru settar fram ófrávíkjanlegar lágmarks hæfiskröfur til umsækjanda. EFLA fyrir hönd verkkaupa fór yfir umsóknir ásamt áskildum fylgiskjölum. Niðurstaða yfirferðar er að fimm umsækjendur teljast hæfir í samræmi við lágmarkskröfur forvalsgagna. Þar sem fimm umsækjendur uppfylla skilyrðin er ekki þörf að taka umsóknir til faglegs mats umfram lágmarkskröfur.
Eftir yfirferð umsókna hafa eftirfarandi umsækjendur öðlast þáttökurétt í lokuðu útboði vegnafullnaðarhönnunar nýs húsnæðis Tækniskólans við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði:
Kt. 531107-0550, ARKÍS arkitektar ehf.
Kt. 430572-0169, COWI Ísland ehf.
Kt. 470498-2699, Hornsteinar arkitektar ehf.
Kt. 611276-0289, Verkís hf.
Kt. 681272-0979,VSÓ Ráðgjöf ehf.
Skólastræti Tækniskólans ehf. þakkar öllum umsækjendum fyrir þátttökuna.