Allt teiknað myndefni sem birtist hér eru svokallaðar „concept teikningar“ sem unnar voru í frumhönnunarferli á vegum arkitektastofunnar Ables & Partners í samvinnu við EFLU verkfræðistofu. Þær gefa góða hugmynd um þær áherslur sem eru lagðar með nýju skólahúsnæði, svo sem bjart, hlýlegt, opið, fjölbreytt og breytanlegt. Þá er lögð mikil áhersla á samvinnurými, fjölbreytt kennslurými, góða aðstöðu fyrir félagslíf, íþróttaaðstöðu, fyrirlestrasal og framtíðarstofur auk þess sem mikið er lagt upp úr góðri hljóðvist og að húsið sé vistvænt, bæði á byggingartíma og í rekstri. Í gegnum húsnæðið liggur hjarta og slagæð skólans, svokallað skólastræti sem allir eiga erindi inn á.